Yfirlýsing á alþjóðadegi gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki.
Fastanefnd Íslands hjá alþjóðastofnunum í Vínarborg veitti alþjóðadegi gegn fordómum gagnvart hinsegin fólki (IDAHOTB) í dag, 17. maí, góðan stuðning. Ísland, Kanada og Noregur stóðu saman að yfirlýsingu í fastaráði ÖSE af þessu tilefni og var þar meðal annars hvatt til þess að öll aðildarríki afnemi lög sem fela í sér mismunun gegn fólki vegna kynhneigðar þess og stöðvi allt ofbeldi gegn LGBTI-fólki. Lýst er yfir áhyggjum vegna mannréttindabrota í Tsjetsjeníulýðveldinu í Rússlandi. Þá tók fastanefndin einnig þátt í svipaðri yfirlýsingu hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna í Vínarborg og gerðist aðili að átakinu „Diplomats for Equality“, sem eiga mun aðild að EuroPride í Vínarborg í júnímánuði.