72. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-innar
Í dag hófst í Genf 72. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu frá þinginu á vefnum.
Þingið sækja fyrir Íslands hönd Harald Aspelund, sendiherra í Genf og Anna Lilja Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytisins og sérstakur erindreki íslenskra stjórnvalda á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Síðar í vikunni mun Harald Aspelund flytja ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra undir yfirskriftinni Heilbrigðisþjónusta fyrir alla - Skiljum engan eftir (e. Universal health coverage: leaving no-one behind), sem fjallar um megináherslur Íslands í heilbrigðismálum og þau verkefni sem nú eru í forgangi af hálfu stjórnvalda.