Ísland styður verkefni um “grænar” hafnir við Kaspíahafið í samvinnu við ÖSE.
Mynd: Sérfræðingar frá nokkrum ÖSE-aðildarríkjum (Armeníu, Georgíu, Kirgisistan og Úkraínu) heimsóttu Ísland í september 2018 til að kynna sér jarðvarmanýtingu.
Á vettvangi ÖSE styður Ísland verkefni nokkurra Vestur-Asíuríkja um stuðning við “grænar” hafnir og samskipti við Kaspíahafið (Supporting Green Ports and Connectivity in the Caspian Sea Region). Verkefnið er unnið í samvinnu við Skrifstofu ÖSE fyrir efnahags- og umhverfisvíddina (OCEEA). Stuðningurinn felst í boði af hálfu utanríkisráðuneytisins til nokkurra aðildarríkja ÖSE í um að senda sérfræðinga til Íslands í haust, til að kynna sér jarnvarmanýtingu. Allnokkur aðildarríki ÖSE búa yfir miklum vannýttum jarðvarma. Svipuð heimsókn var skipulögð í fyrra. Guðni Bragason, fastafulltrúi hjá ÖSE ,upplýsti um stuðninginn á 2. undirbúningsfundi í Bratislava 27. maí sl. fyrir efnahags- og umhverfisvettvang ÖSE í haust.