Orka og jarðvarmi til umræðu á fundi Efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE í Bratislava, 27. mai 2019.
Endurnýjanlega orkugjafa bar hátt í umræðum í Bratislava 27. maí sl. á 2. undirbúningsfundi fyrir efnahags- og umhverfisvettvang ÖSE í haust. Yfirskriftin var: “Stuðningur við efnahagslegar framfarir og öryggi á ÖSE-svæðinu með orkumálasamvinnu, nýrri tækni, góðri stjórnun og samskiptum í stafrænum heimi”. Guðni Bragason fastafulltrúi í Vínarborg hvatti til aukinnar notkunar endurnýjanlegra orkugjafa, einkanlega jarðvarmaorku, og stuðnings við 7. heimsmarkmiðið um orku. Minntist hann einnig á mikilvægi einkafjármagns í sjálfbærri þróun og samstarf við fjölþjóðstofnanir, sem vinna að orkumálum, svo sem IRENA og Global Geothermal Alliance, SE4ALL og Alþjóðabankann.