Hoppa yfir valmynd
5. júní 2019

Minningarguðsþjónusta um dr. Cornelíu Schubrig aðalræðismann.

Minningarguðsþjónusta um dr. Cornelíu Schubrig aðalræðismann Íslands í Vínarborg, var haldin mánudaginn 3. júní í Krems við Dóná, en hún lést á páskadag, 97 ára að aldri. Starfsfólk fastanefndarinnar í Vín sótti guðsþjónustuna, ásamt allnokkrum Íslendingum í borginni. Íslenskur sönghópur, Marta Kristín Friðriksdóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzosópran og Davíð Ólafsson bariton, flutti lög og sálma. Undirleikari var Ronald Peter organisti.

Borgarstjórinn í Krems flutti ávarp og minntist sérstaklega hinna löngu tengsla og ræktarsemi hinnar látnu og fjölskyldu hennar við Ísland. Fjölmargir  starfsmenn utanríkisþjónustunnar þekktu vel til dr. Cornelíu og áttu gott samstarf við hana og fjölskyldu hennar.

Að lokinni guðþjónustunni buðu börn dr. Cornelíu, þau Alfred Schubrig ræðismaður og Volkje kona hans og Elisabeth Schubrig vararæðismaður, til erfidrykkju í safnaðarheimilinu.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta