Norræn listahátíð í Fontainebleau
Kristján Andri Stefánsson sendiherra var um helgina viðstaddur opnun listahátíðarinnar í Fontainebleau kastala og hélt ávarp fyrir hönd norrænu sendiherranna að viðstöddu fjölmenni. Hátíðin var í ár tileinkuð norrænni list en þetta er í níunda skiptið sem hún er haldin.
Viðstaddir voru fjölmargir úr frönsku menningarlífi, ásamt fræðimönnum frá Frakklandi og Norðurlöndunum. Viðfangsefni listahátíðarinnar voru fjölmörg, en þar má til dæmis nefna norræna hönnun, myndlist, bókmenntir og skúlptúr. Einnig voru sýndar nokkrar norrænar kvikmyndir, þar á meðal Kona fer í stríð, en sendiherra lagði einmitt áherslu á nálægð við náttúruna og umgengni við náttúruauðlindirnar í ræðu sinni, enda umhverfi kastalans mjög fallegt en hann var lengi vel aðsetur Frakklandskonunga, fyrir tíma Versala.