Hátíðleg opnun samsýningar norrænna listamanna í Amos Rex safninu
Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum.Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum.
Hátíðleg opnun samsýningar listamannana fór fram í Amos Rex safninu 18. júní að viðstöddum llistamönnunum sjálfum.Samsýning stendur til 8. september og verðlauna afhending fer fram 21. ágúst 2019.