Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2019

Sendiherra afhendir trúnaðarbréf í Namibíu

Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra, afhendir trúnaðarbréf í Namibíu. - myndForsetaskrifstofa Namibíu

Þann 22. ágúst afhenti Unnur Orradóttir Ramette, Hage Gottfried Geingob forseta Namibíu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í landinu með aðsetur í Kampala, Úganda. Eftir athöfnina ræddu þau um samskipti landanna, þ.á.m. árangur af þróunarsamvinnu Íslands í landinu á árunum 1990-2010 á sviði sjávarútvegs, sólardrifinna vatnsveitna og félagslegra innviða fyrir jaðarhópa. Fjöldi Íslendinga kom að þessu starfi, einkum í sjávarútvegi. Nú er landið komið í hóp millitekjuríkja en glímir við efnahagssamdrátt og mikla misskiptingu þjóðartekna sem samanstanda af námuvinnslu, f.o.f. demantar og úran (u.þ.b. 25% VÞF á ári), iðnaði (10%), ferðaþjónustu (15%), landbúnaði (5%) og sjávarútvegi (5%).

Namibía er eitt þurrasta land í Afríku og glímir nú við aukna eyðimerkurmyndun, en einnig flóð. Finna þarf nýjar lausnir til að hámarka nýtingu á vatni, sérstaklega í landbúnaði, draga úr notkun eldiviðar og binda vatn í jarðvegi. Ísland og Namibía hafa leitt vinahóp eyðimerkursamnings S.þ. (UNCCD) frá árinu 2013 og mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfismálaráðherra Íslands ásamt umhverfisráðherra Namibíu leiða fund umhverfisráðherra þátttökuríkja á COP14 fundi UNCCD í Nýju-Delí í september 

  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra og Hage Gottfried Geingob forseti Namibíu.  - mynd
  • Unnur Orradóttir Ramette við afhendingu trúnaðarbréfs í Namibíu. - mynd
  • Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra í Úganda, og Netumbo Nandi-Ndaitwah, utanríkisráðherra Namibíu. - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta