Hvatt til notkunar á jarðvarmaorku á fundi efnahags- og umhverfisvíddar ÖSE í Prag, 11. september 2019.
Orkumál og stafræn þróun voru megin viðfangsefni þriðja og síðasta fundar Efnahags- og umhverfisvettvangs ÖSE (Economic and Environmental Forum), sem fór fram í Prag í Tékklandi 11.-13. september 2019 undir þeirri yfirskrift, að samvinna um orkumál, stfræna þróun og góða stjórnarhætti styrki efnahagsþróun og öryggi á ÖSE-svæðinu. Fastafulltrúi Íslands, Guðni Bragason, fagnaði þessu og lagði áherslu á mikilvægi aukinnar notkunar nýrra og sjálfbærra orkugjafa, einkanlega jarðvarmaorku.
Ávarp fastafulltrúa, 11. september 2019