María Erla Marelsdóttir afhendir trúnaðarbréf
Í dag afhenti María Erla Marelsdóttir sendiherra, forseta Þýskalands trúnaðarbréf sitt og er þar með nýr sendiherra Íslands í Þýskalandi.
María Erla var áður starfandi sem yfirmaður deildar þróunarmála og sendiherra gagnvart nokkrum afríkuríkjum með aðsetur í Reykjavík. Þess má geta að María Erla er fyrsta konan til þess að gegna stöðu sendiherra Íslands í Þýskalandi, en hún gegndi áður stöðu varamanns sendiherra þegar sendiráðið flutti frá Bonn í núverandi húsnæði í Berlín árið 1999 og síðan í sendiráði Íslands í Stokkhólmi. Við bjóðum Maríu Erlu hjartanlega velkomna til starfa í Berlín!