Ísland leggur áherslu á tjáningarfrelsi og réttindi LGBTI-fólks á mannréttindafundi ODIHR í Varsjá 16. september 2019.
Guðni Bragason fastafulltrúi flutti ræðu á fundi mannréttindavíddar ÖSE (Human Dimension Implementation Meeting, HDIM) í Varsjá 16. september 2019. Í ræðu sinni lagi fastafulltrúi áherslu á tjáningarfrelsi og vísaði í ákvörðun ráðherrafundar ÖSE 2019 um öryggi fjölmiðlafólks. Ennfremur mikilvægi ályktunar SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi fyrir öryggisstarf ÖSE og réttindi LGBTI-fólks. Fundurinn, sem haldinn er á vegum Skrifstofu ÖSE fyrir lýðræðisuppbyggingu og mannréttindi (ODIHR), er stærsti mannréttindavettvangur í Evrópu og varir í tvær vikur. Þar leiða saman hesta sína fulltrúar aðildarríkja og borgarasamtaka frá aðildarríkjum ÖSE. Aðalræðumaður á fundinum var Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands og Nóbelsverðlaunahafi.