Ísland tekur við formennsku í samráðshópnum um Samninginn um takmörkun hefðbundins herafla í Evrópu (JCG).
Nokkur ágreiningur hefur verið fyrir hendi um fjárhagsmál JCG-hópsins, annars vegar milli aðildarríkja og skrifstofu ÖSE, og hins vegar á milli aðildarríkja JCG og Rússlands. Rússland hætti þátttöku í JCG-hópnum 2016 og hætti öllum greiðslum til starfsemi hans. Þetta hefur skapað ákveðinn vanda, þar sem hlutur Rússlands nam um 9% af kostnaðinum.