Hoppa yfir valmynd
31. október 2019 Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsækir Kína

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á sjávarútvegssýningunni í Qingdao ásamt starfsmönnum sendiráðs Íslands í Kína - mynd

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera, lauk í dag vel heppnaðri heimsókn sinni til Kína. Megintilgangur heimsóknarinnar var að sækja sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo sem nú stendur yfir í hafnarborginni Qingdao. Íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt í sýningunni frá árinu 1996 og að þessu sinni taka 11 fyrirtæki þátt auk Íslandsstofu. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundir í Asíu og ein af tveimur stærstu sjávarútvegssýningum heims með yfir 29.000 gesti og um 1500 sýnendur.

Kristján Þór nýtti ferðina jafnframt til að funda með kínverskum stjórnvöldum, m.a. til að fylgja eftir fríverslunarsamningnum sem tók gildi milli landanna árið 2014. Þannig tók hann þátt í opnum fundi með þeim Harald Tom Nesvik, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Yu Kangzheng, varalandbúnaðarráðherra Kína.

Þá fundaði Kristján Þór með vararáðherra Kína á sviði tollamála og eftirlits með innflutningi matvæla sem lýsti yfir vilja til auka enn frekar viðskipti ríkjanna, m.a. með því að greiða frekar fyrir innflutningi á sjávarafurðum, fiskimjöli, laxi og lambakjöti. Kristján hitti svo Meng Fanli, borgarstjóra Qingdao á hliðarlínum sjávarútvegssýningarinnar.

Sjávarútvegur og tengdar greinar standa undir meginþorra íslensks vöruútflutnings til Kína sem hefur hartnær þrefaldast frá gildistöku fríverslunarsamnings ríkjanna árið 2014.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta