Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2019

Norðurslóðir á dagskrá í Washington DC

Eins og kunnugt er tók Ísland við formennsku í Norðurskautsráðinu af Finnlandi í maí á þessu ári. Formennskunni fylgir því meðal annars að starfsfólk sendiráðsins í Washington tekur virkan þátt í umræðu um málefni norðurslóða í Bandaríkjunum.

Málefni norðurslóða hafa verið á dagskrá sendiráðsins síðustu daga en í vikunni tóku Bergdís Ellertsdóttir sendiherra og Hreinn Pálsson sendifulltrúi þátt í norðurslóðarviðburðum í borginni.

Bergdís Ellertsdóttir flutti erindi á ráðstefnu fræðimanna um málefni norðurslóða sem kostað er af Fulbright stofnuninni auk þess að bjóða stjórn Fulbright og þátttakendum í ráðstefnunni til móttöku í sendiherrabústaðnum. Í ræðu sinni lagði sendiherra áherslu á mikilvægi vísindasamstarfs og rannsókna til að tryggja sjálfbæra þróun á norðurslóðum.

Fyrr í vikunni tók Hreinn Pálsson þátt í ráðstefnu um öryggismál á norðurslóðum og flutti þar erindi og tók þátt í pallborðsumræðum með fulltrúum allra Norðurlandanna. Í erindi sínu fjallaði Hreinn um mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum og stefnu Íslands á svæðinu.

  • Norðurslóðir á dagskrá í Washington DC - mynd úr myndasafni númer 1
  • Norðurslóðir á dagskrá í Washington DC - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta