Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2019 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ný tækifæri fyrir íslenska myndlistarmenn, samstarf við Künstlerhaus Bethanien í Berlín

Auður Edda Jökulsdóttir ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra, Karitas H. Gunnarsdóttir settur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis, María Erla Marelsdóttir sendiherra Íslands í Þýskalandi og sýningarstjórinn Valeria Schulte-Fischedick frá Künstlerhaus Bethanien. Christoph Tannert listrænn stjórnandi Künstlerhaus Bethanien og Auður Jörundsdóttir verðandi forstöðumaður KÍM undirrita samning. - mynd
Gert hefur verið samkomulag um vinnustofudvöl fyrir íslenska myndlistarmenn við listastofnunina Künstlerhaus Bethanien í Berlín, til næstu fimm ára. Dvölin veitir listamönnum sem þar dvelja aðgengi að öflugu alþjóðlegu tengslaneti; sýningarstjórum, safnafólki, blaðamönnum og öðrum sem starfa innan geirans. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

„Það er mikill fengur að þessu samstarfi fyrir íslenskt myndlistarfólk og menningarlíf. Það hefur sýnt sig að vinnustaðadvöl af þessu tagi getur verið ómetanlegur stökkpallur og Künstlerhaus Bethanien er ein virtasta stofnun á þessu sviði í Evrópu og þó víðar væri leitað,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Künstlerhaus Bethanien var stofnuð árið 1974, og er ein rótgrónasta og virtasta stofnun Þýskalands á þessu sviði og vel þekkt alþjóðlega. Að jafnaði starfa um 25 listamenn víðsvegar að úr heiminum við miðstöðina.

Verkefnið er fjármagnað af mennta og menningarmálaráðuneyti og einkaaðilum en Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar annast framkvæmdina fyrir Íslands hönd.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta