Ísland í brennidepli á ferðamálasýningu í Hainan
Sendiráðið var í brennidepli á árlegri ferðamálasýning var haldin Haikou, höfuðstað Hainan héraðs dagana 21.-24. nóvember sl. Verið er að byggja héraðið upp sem miðstöð ferðaiðnaðarins í Kína. Ísland var heiðursgestur sýningarinnar og var lagður til veglegur sýningarskáli. Sendiherra og viðskiptafulltrúi stóðu fyrir vel heppnaðri Íslandskynningu laugardaginn 23. nóvember með fyrirlestrum og myndasýningum. Sýning var heilt yfir vel sótt og hlaut íslenski skálinn að lokum sérstaka viðurkenningu sem vinsælasti skálinn.