Hoppa yfir valmynd
6. desember 2019 Utanríkisráðuneytið

Upptökuhalli EES-gerða ekki minni í sex ár

Gunnar Pálsson, sendiherra, á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar - myndEFTA Secretariat

Vel heppnuðum fundi EES-ráðsins í nýliðnum mánuði var fylgt eftir í Brussel í morgun þegar sameiginlega EES-nefndin kom saman til að ljúka upptöku síðustu gerðanna í EES-samninginn á þessu ári.

Á þessu ári hafa 319 ákvarðanir verið teknar um upptöku gerða í EES-samninginn á einu ári, fleiri en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa 708 EES-gerðir verið teknar upp á árinu, en síðasta toppi var náð á árinu 1998, þegar gerðirnar voru einungis þremur fleiri. Þessi árangur hefur meðal annars stuðlað að því að upptökuhalli á EES-gerðum hefur ekki verið minni frá árinu 2013, en óuppteknar gerðir eru um 350. 

„Það er ánægjulegt að þessi góði árangur skuli koma í ljós á formennskutímabili Íslands, en hann á að hluta til rætur að rekja til góðrar samvinnu EES EFTA-ríkjanna þriggja og ESB,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. „Hvað Ísland varðar má vafalítið rekja árangurinn að miklu leyti til þeirra umbóta sem gerðar hafa verið á framkvæmd EES-samningsins undanfarin misseri. Það er áríðandi að við höldum áfram að bæta framkvæmd samningsins til að tryggja jafnræði fyrir íslensk fyrirtæki og ríkiborgara á innri markaðinum en gæta um leið séríslenskra hagsmuna við mótun og innleiðingu regluverksins.“

Þótt dregið hafi úr tíðni lagasetningar af hálfu ESB á tímum umskipta þegar bæði ný framkvæmdastjórn ESB og nýtt Evrópuþing hafa verið að koma sér fyrir á valdastóli má búast við að álag vegna nýrrar lagasetningar muni færast í vöxt á næsta ári. Nýja framkvæmdastjórnin hefur lagt áherslu á að leitast verði við að almennt komi nýjar gerðir í stað eldri gerða sem þá falli niður. Þá mun koma til kasta EES EFTA-ríkjanna við að takast á við umfangsmikla málaflokka sem nýja framkvæmdastjórnin hefur sett á oddinn. Af þeim sökum er ljóst að allir hlutaðeigandi þurfa áfram að halda vel á spöðunum svo standa megi vörð um þann árangur sem náðst hefur.

  • Af fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar. - mynd
  • Af fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar. F.v. Þorvaldur Hrafn Yngvason, Gunnar Pálsson, sendiherra, Henri Gétaz, framkvæmdastjóri EFTA og Hege Marie Hoff, aðstoðarframkvæmdastjóri EFTA - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta