Víkingur Heiðar Ólafsson í Japan
Tónleikaferðalagi Víkings Heiðars Ólafssonar um Japan lauk í dag með tónleikum í Sapporo-borg í norðurhluta Japans.
Alls spilaði Víkingur Heiðar á fimm tónleikum víðs vegar um Japan en helst ber að nefna tónleika með New Japan Philharmonic Orchestra sem fram fóru fyrir fullum sal í Sumida Triphony Hall fimmtudaginn 11.desember, þar sem Víkingur stjórnaði hljómsveitinni ásamt því að spila.
Víkingur Heiðar nýtur gríðarlegra vinsælda í Japan en tónleikar Víkings voru haldnir í samstarfi við eina stærstu kynningarskrifstofu klassískrar tónlistar í Japan Avex Classics International. Avex hefur boðið Víkingi Heiðari að koma aftur á næsta ári. Árið 2021 mun Víkingur Heiðar spila með útvarpshljómsveit japanska ríkisútvarpsins NHK Symphony Orchestra, en hann lék með þeirri hljómsveit undir stjórn Vladimir Ashkenazy árið 2018.