Hoppa yfir valmynd
19. desember 2019

Fundir utanríkisráðherra í París

Kristján Andri Stefánsson, André Gattolin, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jean Bizet - mynd

Í stuttri heimsókn utanríkisráðherra í byrjun vikunnar undirritaði hann með Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, samning um að Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfi undir merkjum UNESCO. Í miðstöðinni koma saman fjórir skólar sem starfræktir hafa verið á Íslandi árum saman: Jafnréttisskólinn, Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskólinn og Sjávarútvegsskólinn. Guðlaugur Þór Þórðarson og Audrey AzoulayÁ fundi þeirra af þessu tilefni var rætt um farsælt samstarf Íslands og UNESCO í bráð og lengd, þátttöku og áherslur Íslands í starfsemi stofnunarinnar og framboð Íslands til framkvæmdastjórnar UNESCO 2021. Jafnframt bauð utanríkisráðherra aðalframkvæmdastjóranum að heimsækja Ísland á næsta ári.

 

Utanríkisráðherra heimsótti einnig öldungadeild franska þingins (Le Sénat) og fundaði með André Gattolin formanni Norðurlandanefndar öldungadeildarinnar og Jean Bizet formanni Evrópunefndar öldungadeildarinnar. Kristján Andri Stefánsson, Jacques Cardillac, Guðlaugur Þór Þórðarson, Arnaldur Ólafsson og Jónas HaraldssonÁ fundi þeirra var m.a. rætt um málefni norðurslóða, formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu, öryggi í N-Atlantshafi, Brexit, EES-samstarfið og tvíhliða tengsl Frakklands og Íslands.

 

Loks átti utanríkisráðherra fund með fulltrúum stjórnar Fransk-íslenska viðskiptaráðsins, Arnaldi Ólafssyni varaformanni og Jacques Cardillac. Á fundi þeirra var rætt um helstu verkefni sl. árs, t.d. BREXIT ráðstefnu sem FRÍS og sendiráðið stóðu að vegna heimsóknar stjórnar Samtaka iðnaðarins fyrr á árinu. Einnig var rætt um viðburði næsta árs og þá sérstaklega 30 ára afmæli FRÍS, sem verður haldið upp á með viðburðum í París í maí 2020, en viðskiptaráðið var sett á laggirnar árið 1990 í kjölfar fundar þáverandi forseta ríkjanna tveggja, Vigdísar Finnbogadóttur og François Mitterrand.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta