Hoppa yfir valmynd
19. desember 2019 Utanríkisráðuneytið

Ragnhildur ávarpaði leiðtogafund UNHCR ​

Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri og Harald Aspelund sendiherra - myndUtanríkisráðuneytið

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, flutti ávarp fyrir Íslands hönd á leiðtogafundi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, sem haldinn var í Genf fyrr í þessari viku.

Þriggja daga leiðtogafundi UNHCR lauk í Genf í gær en honum er ætlað að fylgja eftir alþjóðlegri samþykkt um málefni flóttamanna (e. Global Compact on Refugees) sem var staðfest á þingi Sameinuðu þjóðanna í desember 2018, og skapa grundvöll fyrir samvinnu ríkja heims um flóttamannavandann.

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir hátt í tuttugu milljónir einstaklinga sem flóttafólk og áætlar að um ein og hálf milljón sé í brýnni þörf fyrir að komast til öruggs ríkis. Í ljósi vandans barst ákall til ríkja heims um að axla sameiginlega ábyrgð. Í ávarpi sínu á leiðtogafundinum í gær greindi Ragnhildur frá því að Ísland hefði á þessu ári tekið við 75 kvótaflóttamönnum og á næstu tveimur árum yrði tekið við fleirum. Nýverið var tilkynnt að tekið yrði á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári.

Ísland veitir einnig áframhaldandi fjárstuðning til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin veitir flóttafólki um allan heim vernd, skjól, lífsafkomu og grunnþjónustu. Í gildi er rammasamningur við Flóttamannastofnunina sem rennur út í árslok 2019. Í ræðu sinni tilkynnti Ragnhildur um framlag Íslands til Flóttamannastofnunarinnar í tilefni fundarins og nýjan rammasamning til fjögurra ára fyrir tímabilið 2020 til 2023.

UNHCR gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum á heimsvísu og er jafnframt áherslustofnum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu 2019 til 2023.

  • Ragnhildur ávarpaði leiðtogafund UNHCR  ​ - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta