Hoppa yfir valmynd
31. desember 2019 Utanríkisráðuneytið

Uppsögn Hoyvíkursamningsins afturkölluð

Frá Þórshöfn í Færeyjum - myndWikimedia Commons/Christian Bickel

Færeyska ríkisstjórnin hefur afturkallað uppsögn Færeyja á Hoyvíkursamningnum, fríverslunar- og efnahagssamningi Íslands og Færeyja. Samningurinn hefði að óbreyttu fallið úr gildi nú um áramótin í kjölfar uppsagnar Færeyinga fyrir rúmu ári.

„Hoyvíkursamningurinn hefur reynst bæði Íslandi og Færeyjum vel frá því að hann tók gildi 2006. Þessi ákvörðun er til marks um sterkt samband þessara vinaþjóða og ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að efla það enn frekar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherrarnir tveir hafa fundað um framtíð Hoyvíkursamningsins á undanförnum vikum, síðast í Kaupmannahöfn þann 12. desember sl. Andrúmsloftið var jákvætt á þeim fundi en Guðlaugur Þór áréttaði þar gagnkvæman ávinning þjóðanna af samningnum og því yrði að kanna til þrautar hvort forsendur væru fyrir Færeyinga að draga uppsögnina til baka.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta