Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2020

Sendiráðið sækir viðskiptaþing um netverslun

Staðgengill sendiherra ávarpar netviðskiptaþing í Peking. - mynd

Staðgengill sendiherra, Sveinn K. Einarsson og viðskiptafulltrúi sendiráðsins, Pétur Yang Li, sátu mánudaginn 13. janúar sl. viðskiptaþing tileinkað netverslun sem fram fór í Peking. Viðburðurinn var skipulagður af viðskiptaráðuneyti Kína og var sóttur af helstu fyrirtækjum á kínverskum markaði á sviði rafrænna viðskipta. Á fundinum gafst fulltrúum sendiráðsins tækifæri til að ræða samstarf Íslands og Kína á sviði netviðskipta og kynna íslenskar útflutningsafurðir fyrir kínverskum netsölufyrirtækjum.

Vöruútflutningur Íslands til Kína hefur ríflega þrefaldast frá því fríverslunarsamningur ríkjanna tók gildi árið 2014. Í heimsókn sinni til Kína árið 2018 undirritaði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ennfremur samkomulag um sérstakan samstarfsvettvang ríkjanna á sviði netviðskipta. Íslensk fyrirtæki hafa í vaxandi mæli opnað verslanir á kínverskum netsölusíðum og selt vörur sínar beint til kínverskra neytenda auk þess sem sífellt fleiri íslenskir neytendur panta vörur frá kínverskum söluaðilum í gegnum netið.

Allt stefnir í að vægi verslunar í gegnum netið mun aukast enn frekar í viðskiptasamstarfi Íslands og Kína þegar fram líða stundir og er eitt af forgangsverkefnum sendiráðsins í Peking að tryggja íslenskum söluaðilum áframhaldandi greiðan aðgang að kínverskum netsölumarkaði.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta