Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2020

Af vettvangi fastanefndar Íslands hjá SÞ í janúar 2020

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í NY - mynd
Miðvikudaginn 29. janúar fór fram upphafsviðburður 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna þar sem fulltrúar ungmenna áttu samtal um framtíðina við aðalframkvæmdastjóra SÞ.
 
 
Fastafulltrúi Íslands, Jörundur Valtýsson, tók á móti fulltrúum alþjóðadeildar New York borgar þar sem til umræðu voru 75 ára afmæli sameinuðu þjóðanna og innleiðing heimsmarkmiðanna á sveitarstjórnarstigi. 
 
 
Síðustu vikuna í janúar var dagsetning vegna kosninga til öryggisráðsins kynnt, en í ár fara þær fram á þjóðhátíðardegi Íslands þann 17. júní. Noregur er í framboði til ráðsins og styðja hin Norðurlöndin við framboðið.
 
 
Árlegur minningardagur um fórnarlömb helfararinnar var haldinn mánudaginn 27. janúar í allsherjarþinginu sem fastafulltrúi Íslands sótti.
 
 
Alþjóðadagur menntunar var haldinn hátíðlegur föstudaginn 24. janúar og sótti fastafulltrúi Íslands fund þar sem fjallað var um mikilvægi menntunar í innleiðingu heimsmarkmiðanna.
 
 
Miðvikudaginn 22. janúar kynnti aðalframkvæmdastjóri SÞ áherslur sínar fyrir árið og flutti fastafulltrúi Noregs sameiginlega Norræna yfirlýsingu þar sem undirstrikaður var stuðningur ríkjanna, með áherslu á mannréttindi, innleiðingu heimsmarkmiðanna og virðingu fyrir alþjóðalögum.
 
 
Nú stendur yfir undirbúningur á hafráðstefnu SÞ sem verður haldin í Lissabon og tekur Ísland virkan þátt á þeim vettvangi.
 
 
Á síðasta ári voru miklar umræður um fjármál SÞ og lögð áhersla á að ríki greiddu aðildargjöld sín á tilsettum tíma. Ísland var 8. ríkið í ár til að greiða gjöldin, en nú í lok janúar hafa einungis 34 lönd greitt aðildargjöld að fullu.
 
 
Finnland tók við formennsku í stjórn UN Women fyrir árið 2020 og vinna Norðurlöndin þétt saman að áherslumálum stofnunarinnar.
 
 
Norðurlöndin áttu sameiginlega yfirlýsingu í öryggisráðinu, sem flutt var af fastafulltrúa Noregs. Þar var m.a. lögð áhersla á mikilvægi stofnsáttmála SÞ.
 
 
Í ár fagna Sameinuðu þjóðirnar 75 ára afmæli og eru á sama tíma liðin 74 ár frá því að Ísland gerðist fullgildur meðlimur. Á árinu verða haldnir fjölbreyttir viðburðir og lögð áherslu á fræðslu og virkt samtal um hlutverk SÞ.
 
 
Fastanefnd á í góðum samskiptum við önnur aðildarríki SÞ og hittir fastafulltrúi Íslands reglulega fulltrúa annara ríkja í kurteisisheimsóknir. Fyrstu vikuna í janúar tók fastafulltrúi Ungverjalands, Katalin Annamária Bogyay, á móti Jörundi Valtýssyni.
 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta