Staða staðarráðins starfsmanns við sendiráð Íslands í Stokkhólmi er laus til umsóknar
Sendiráð Íslands í Stokkhólmi gætir hagsmuna Íslands og Íslendinga í Svíþjóð og umdæmisríkjunum Albaníu og Kúveit. Sendiráðið annast þjónustu við Íslendinga í Svíþjóð og vinnur að því að auka viðskipta- og menningarsamskipti landanna. Unnið er náið með utanríkisráðuneytinu á Íslandi og með stofnunum og einkaaðilum í Svíþjóð og á Íslandi eftir atvikum.
Helstu verkefni staðarráðins starfsmanns
- Almenn skrifstofustörf, svo sem símsvörun og móttaka gesta.
- Svörun almennra fyrirspurna, bæði munnlega og skriflega.
- Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum (reynsla af vinnu með texta er kostur).
- Skjalavarsla.
- Afgreiðsla umsókna um vegabréf.
- Aðstoð við ýmis verkefni og viðburði á vegum sendiráðsins, t.d. á sviði menningar- og viðskiptamála og almennra kynningarmála.
- Önnur tilfallandi verkefni, svo sem akstur og útréttingar.
Hæfnisviðmið
- Reynsla af skrifstofustörfum er kostur.
- Mjög gott vald á sænsku í ræðu og riti sem og gott vald á íslensku og ensku er skilyrði.
- Góð þekking á opinberum stofnunum, menningu og samfélagi í Svíþjóð og á Íslandi.
- Góð tölvukunnátta, Word, Excel, Power Point er skilyrði
- Ökuréttindi.
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
Leitað er að nákvæmum og skipulögðum einstaklingi sem hefur reynslu af því að búa í Svíþjóð til lengri tíma og býr yfir góðri þekkingu á staðarháttum sem nýtist við að svara fyrirspurnum sem sendiráðinu berast á íslensku, sænsku og ensku.
Mjög mikilvægt er að viðkomandi geti skrifað texta fyrir heimasíðu og samfélagsmiðla sendiráðsins á óaðfinnanlegri sænsku sem og íslensku.
Starfið krefst sveigjanleika og starfsfólk sendiráðsins þarf að hafa vilja og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni. Vinna fer að langmestu leyti fram á opnunartíma sendiráðsins en í ákveðnum tilvikum er þess óskað að starfsmenn vinni á öðrum tímum.
Um staðarráðið starfsfólk gilda sömu lög og reglur og um aðra starfsmenn á sænskum vinnumarkaði er varðar réttindi og skyldur. Íslenskt ríkisfang er ekki skilyrði.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eigi síðar en 1. maí 2020.
Frekari upplýsingar veitir Estrid Brekkan, sendiherra, í síma (+46) 8 442 8300. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið [email protected]. Umsóknir á íslensku eða sænsku ásamt ferilskrá skulu berast sendiráði Íslands í Stokkhólmi eigi síðar en 20. febrúar 2020 á netfangið [email protected].
Unnið verður úr umsóknum um leið og þær berast og hugsanlegt er að boðað verði til viðtala áður en umsóknarfrestur er runninn út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.