Sýningin „Hafið – Reflections of the Sea“ opnuð í Felleshus
María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Þýskalandi, opnaði sýninguna ásamt sýningarstjóranum Evu Þengilsdóttur. Fólk gat nýtt sér tímann og skoðað allt það sem í boði var á sýningarsvæði hússins og þegar myrkva tók færðu gestir sig út á torgið á sendiráðasvæðinu til að skoða verk Finnboga Péturssonar. Í þessu einstaka verki er ljósi er endurkastað af öldum, sem myndaðar eru með hátölurum ofan í dökkleitu vatninu, yfir á granítklett sem fluttur var úr einum af fjörðum Noregs og prýðir nú norsku sendiráðsbygginguna. Viðstöddum gafst einnig kostur á á að horfa á myndina „KAF“ sem fjallar um Snorra Magnússon íþróttakennara og frumkvöðul í ungbarnasundi, svo fátt eitt sé nefnt.
Sýningin verður opin til 18. apríl á þessu ári en þar eiga verk margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar á sviði kvikmynda, myndlistar, bókmennta, tónlistar og hönnunar.