Opnun ljósmyndasýningarinnar "Living with the Volcanos" í UNESCO
Hvernig hafa eldfjöll áhrif á líf fólks um allan heim? Í gær var opnuð ljósmyndasýning fyrir utan höfuðstöðvar UNESCO á eldfjallamyndum Arnaud Guérin „Living with Volcanoes“. Á sýningunni, sem haldin er í samstarfi við jarðfræðiáætlun UNESCO, eru meðal annars myndir frá Lakagígum og Elliðaey. Að þessu tilefni bauð Kristján Andri Stefánsson, sendiherra og fastafulltrúi Íslands gagnvart UNESCO, til móttöku. Í opnunarávarpi sínu lagði hann áherslu á mikilvægi jarðvarma í þróunarsamvinnu og vakti athygli á nýstofnaðri Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu á Íslandi.
Ljósmyndasýningin „Living with Volcanoes“ fyrir utan höfustöðvar UNESCO stendur yfir til 6. mars nk.
UNESCO, Avenue de Suffren, 75007 Paris