Áhersla á fjölþátta ógnir og netöryggi.
Ísland lagði áherslu á mikilvægi umræðu um fjölþátta ógnir og netöryggi á fyrst fundi ársins í viðræðum um takmörkun vígbúnaðar (Structured Dialogue) 28. febrúar. Í umræðum lagði Ísland einnig áherslu á hinn pólitíska þátt í umræðunum, þörf væri á því að forðast tvíverknað við aðrar nefndir ÖSE, t.d. öryggismálavettvanginn (SFC) og þann skilning, að SD væri fyrst og fremst á hendi aðildarríkja ÖSE. Skiptar skoðanir eru um umfjöllun um fjölþátta ógnir á meðal aðildarríkja, en mörg Vesturlönd styðja það einarðlega.