Af vettvangi fastanefndar Íslands hjá SÞ í febrúar 2020
Það hefur verið nóg að gera hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðununum í New York þennan mánuðinn. Hér er stiklað á stóru yfir það helsta.
Vettvangur smáríkja (Forum of Small States) fundaði í lok mánaðarins og ræddi þar m.a. 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður upp á síðar á árinu. Singapore leiðir vinnuna, en aðildarríkin eru 108.
Thank you @BurhanGafoor @SingaporeUN for convening the Forum of Small States and promoting dialogue on the impotance of #UN75. pic.twitter.com/T9679QV5Mb
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) February 28, 2020
Ísland tekur þátt í bandalagi ríkja til stuðnings fjölþjóðasamvinnu, sem leitt er af Þýskalandi. Fastafulltrúi sótti fund bandalagsins, en þar var m.a. fjallað um mikilvægi þess að ríki heims virði alþjóðlegar skuldbindingar varðandi mannréttindi.
Iceland is proud to be part of the Alliance of Multilateralism. Important dialogue on advocating #humanrights in the 21st century @UN featuring Foreign Minister of Germany @HeikoMaas @GermanyDiplo #multilateralismmatters pic.twitter.com/zi6YsMstwD
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) February 27, 2020
Utanríkisráðherra tók þátt í fundarlotu mannréttindaráðs SÞ í Genf. Þar setti hann fram ákall til þeirra rúmlega 70 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem skilgreina samkynhneigð sem glæp og hvatti til endurskoðunar á slíkum lögum.
🏳️🌈 "The fact that around seventy @UN member states have laws on their books that deems it a crime to be #gay or #lesbian or otherwise different is unacceptable" said FM @GudlaugurThor today at #HRC43 in #Geneva 🇺🇳#LGBTI rights are #HumanRights!
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 26, 2020
🔗 https://t.co/4SV2UoIquV https://t.co/ahjoftI9n4
Á sérstökum fundi, í tengslum við vinnu öryggisráðsins, um vernd þeirra sem berjast fyrir mannréttindum (human rights defenders) undirstrikuðu Norðurlöndin mikilvægi þess að tryggja öryggi þeirra sem taka þátt í slíkri baráttu.
“Securing an enabling and safe environment for #women #peacebuilders and human rights defenders is a priority for the Nordic countries.” PR of 🇳🇴 in a joint #Nordic statement at today’s Arria meeting on #reprisals against women #HRdefenders and women peacebuilders. https://t.co/jd9PKrJhic
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 21 2020
Hvernig segir maður „Sameinuðu þjóðirnar“ á samísku eða sænsku? Fastanefnd fór á stúfana og kannaði málið á alþjóðlega móðurmálsdeginum.
Today is the international #MotherLanguageDay 🌍
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 21, 2020
Are you able to pronounce 🗣 “The United Nations” in languages of the #Nordic region❔#UN75 @JoinUN75 https://t.co/xI0HSNo6hS
Könnun Sameinuðu þjóðanna í tilefni af 75 ára afmæli stofnunarinnar er nú aðgengileg á íslensku, en þar gefst fólki kostur á því að taka þátt í samtali um hlutverk alþjóðlegrar samvinnu til framtíðar.
For all the #Icelandic speakers out there! #ShapingOurFuture 🗣
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 20 2020
🇮🇸 Taktu þátt í samtali um hlutverk alþjóðlegrar samvinnu í tilefni af 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna 🇺🇳
🔗 https://t.co/4EPQ9RjtqG https://t.co/MPiljnPKwh
Í umræðu allsherjarþingsins um stöðu mála í austurhluta Úkraínu flutti fastafulltrúi Eistlands ræðu fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Ítrekað var mikilvægi þess að Minsk samkomulagið yrði virt að fullu.
NB8 speaking with one voice highlighting the full implementation of the Minsk agreement and the importance of political dialogue. Statement delivered by 🇪🇪 @EstoniaUN on behalf of the #NordicBaltic countries. https://t.co/hHPdMfW1Lj
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 20, 2020
58. fundi nefndar um félagslega þróun lauk í mánuðinum. Ísland hefur átt sæti í nefndinni síðustu fjögur ár og gegndu fulltrúar fastanefndar m.a. í hlutverki formanns árið 2018 og varaformanns 2019. Markmið Íslands á tímabilinu voru bættar tengingar við heimsmarkmiðin og auknar áherslur á vinnu sem snýr að því að draga úr ójöfnuði.
#Iceland's membership of the Commission for #SocialDevelopment came to an end at the closing of it's 58th session.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 19, 2020
During our #CSocD membership 🇮🇸 served as 2018 Chair & 2019 Vice-Chair, focusing on stronger links with #Agenda2030, inclusive societies & reducing #inequalities. pic.twitter.com/kJAYQsnNms
Á stjórnarfundi UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, fór fulltrúi alþjóða- og þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins yfir mikilvægi landsnefnda og mánaðarlegra framlaga fyrir stofnunina.
“#DecadeofAction requires a diversified donor base. In 🇮🇸 we have seen how effective the @UN_Women #NationalCommittee is in amplifying #UNWomen’s voice & fundraising through monthly giving. We encourage you to continue exploring means to invest in NatComs” @MFAIceland 🗣ExecBoard pic.twitter.com/7TXOqAjgYU
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 14 2020
Þá fluttu Norðurlöndin einnig sameiginlega yfirlýsingu á stjórnarfundinum þar sem ítrekaður var stuðningur ríkjanna við UN Women.
@MWegter delivers statement on behalf of🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪@UN_Women ‘s ExecBoard:“In past decades we have seen sign. improvements in achieving #GenderEquality for women and girls🚺🌍.But we still have a long way to go.We still need a strong #UNWomen within a strong multilateral system🇺🇳” pic.twitter.com/3sYqEgebpe
— Denmark in UN NY🇩🇰 (@Denmark_UN) February 14, 2020
Í öryggisráðinu töluðu Norðurlöndin fyrir því mikilvæga hlutverki sem frjáls félagasamtök og konur gegna í umbreytingar- og friðarferlum.
“#CivilSociety, in particular #women, should be included right from designing through implementation of #TransitionalJustice mechanisms. Women must be seen as #peacebuilders rather than victims.”
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 13, 2020
Joint Nordic 🇩🇰🇫🇮🇮🇸🇳🇴🇸🇪 statement in #UNSC https://t.co/pfXCVIApJB
Fastafulltrúi Noregs flutti erindi fyrir hönd Norðurlandanna á fundi þar sem kynntar voru nýjar leiðbeiningar um vernd barna í vopnuðum átökum. Þar hvatt hún til þess að hlustað væri á raddir barna.
“Children and youth are not only victims, but individuals that must be heard, and take part in an inclusive process” - 🇳🇴Amb. @mona_juul welcoming the new guidelines on behalf of the Nordic countries 🇳🇴🇩🇰🇸🇪🇫🇮🇮🇸at the 🇧🇪🇸🇪🇺🇳launch today. #ActToProtect pic.twitter.com/AkZNy7VQ9E
— Denmark in UN NY🇩🇰 (@Denmark_UN) February 12, 2020
Írski söngvarinn Bono tók þátt í fundi fastanefndar Írlands um ákall til alþjóðasamfélagsins varðandi aðgengi stúlkna að menntun. Þar voru m.a. kynntar sögur stúlkna um allan heim og aðgerðir til að koma þeim til náms.
Thank you @irishmissionun for organising A Global Call for Action for the Education of Adolescent Girls @UN. Horrifying accounts from incredibly brave youngsters and important discussions with Mary Robinson and Bono. #DriveForFive pic.twitter.com/dPjvtWxALD
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) February 11, 2020
Þessi misserin stendur yfir endurskoðun á ályktunum sem snúa að starfi Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC) og árlegum ráðherrafundi um heimsmarkmiðin (High-Level Political Forum), sem fjallar um stöðu ríkja gagnvart heimsmarkmiðunum og framgang markmiðanna.
“The #HLPF leads our work on the follow up of the #SDGs and the full implementation of #Agenda2030... On the VNR process, it remains important to include all relevant stakeholders”
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 10, 2020
Ambassador @jvaltysson at the first informal meeting on the review Process of the #ECOSOC & HLPF pic.twitter.com/lXOLgAcc1f
Mannfjöldasjóður SÞ (UNFPA) kynnti skýrslu um stöðu mannúðarmála í heiminum. Framkvæmdastjóri UNFPA undirstrikaði mikilvægi þess að ríki heims virði mannréttindi og alþjóðamannúðarlög. Stofnunin vinnur m.a. að verkefnum sem stuðla að upprætingu á limlestingum á kynfærum kvenna.
What does the 🌍 need today?
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 6, 2020
🔸“0️⃣ gender based violence & 0️⃣ harmful practices”
🔸“Respect for #HumanRights & respect for int.humanitarian laws” ED @Atayeshe
At #UNFPA #Humanitarian Action 2020 Overview co-hosted w. #Norway@MFAIceland supports @UNFPA on #SRHR & to #EndFGM❗️ pic.twitter.com/dWTcjloiv7
Ísland styður fjárhagslega við stjórnmála- og friðarskrifstofu SÞ (DPPA), en í mánuðinum fór fram ársfundur skrifstofunnar og var þar kynnt stefnumótun til næstu ára.
Iceland 🇮🇸 is one of the donor countries that #SupportDPPA.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 5, 2020
We welcome today’s presentation on the strategic plan & vision of the Department of #Political and #Peacebuilding Affairs @UNDPPA at the Annual Donor Meeting. 🕊 https://t.co/vvOpkWXejN pic.twitter.com/eBJys8utFE
Málefni hafsins skipa veigamikinn sess í starfi fastanefndarinnar í NY. Hafráðstefna SÞ um framkvæmd heimsmarkmiðs 14 fer fram í Lissabon í júní næstkomandi. Skrifstofustjóri skrifstofu tvíhliða samstarfs og svæðisbundinna málefna tók þátt í undirbúningsfundi fyrir ráðstefnuna ásamt fastanefnd.
We take an active part in preparations for the 2020 @UN #OceanConference in 🇵🇹 this June.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 4 2020
💬 Focus is needed on science & innovation to support healthy oceans for green growth, poverty eradication & food security.
👉#BlueBioEconomy is a part of 🇮🇸 @ArcticCouncil Chairmanship ❄ pic.twitter.com/abLlUd5wSn
Ísland fer fyrir vinahópi um landgræðslumál á vettvangi SÞ ásamt Namibíu. Hópurinn fundaði með framkvæmdastjóra Eyðimerkursamnings SÞ meðan á heimsókn hans til NY stóð.
Co-Chairs of the @UN Group of Friends on #Desertification, Land Degradation and Drought - @IcelandUN & @NamibiaUN - welcomed Mr @ibrahimthiaw, Executive Secretary of @UNCCD, & GOF members today for discussions on #DLDD & preparations for the PGA High level Dialogue in June 🏜🌱 pic.twitter.com/qeDLs4F1iR
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 4, 2020
Fastafulltrúi fundaði einnig með framkvæmdastjóra Eyðimerkursamningsins og fékk að kynnast því helsta sem fram undan er á þeim vettvangi.
Pleased to welcome Executive Secretary @ibrahimthiaw for discussions on #DLDD and continued good co-operation between 🇮🇸 and @UNCCD 🏜🌱 pic.twitter.com/w4oi76IpMP
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) February 4 - 2020
Þá hélt fastafulltrúi áfram kurteisisheimsóknum til fulltrúa annara ríkja og hitti m.a. í mánuðinum fastafulltrúa Indónesíu, Dian Triansyah Djani.
Thank you @DTDjani for the hospitality and discussions on issues of common interest. Looking forward to 🇮🇸🇮🇩 co-operation at 🇺🇳. https://t.co/5straPUm1V
— Jorundur Valtysson 🇮🇸 (@jvaltysson) February 4, - 2020
Boðað var til óformlegs samráðsfundar með frjálsum félagasamtökum á vettvangi þriðju nefndar (sem m.a. fjallar um mannréttinda- og mannúðarmál). Kanada flutti sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd fjallahópsins sem er samráðshópur Ástralíu, Íslands, Kanada, Liechtenstein, Noregs, Nýja Sjálands og Sviss á vettvangi nefndarinnar
In a joint statement 🇦🇺🇨🇦🇮🇸🇱🇮🇳🇿🇳🇴🇨🇭 highlighted that “Civil society representatives and #HumanRights defenders enrich UN processes” at #ThirdCommittee informal consultations with civil society. https://t.co/ZoOVWPWosO
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 3 2020
Í byrjun mánaðar hófust samningaviðræður vegna pólitískrar yfirlýsingar fundar kvennanefndar SÞ (CSW) sem fram fer í mars. Fulltrúi fastanefndar hefur tekið virkan þátt í samningaviðræðum, en meðal sértækra áherslumála Íslands voru vísanir í þátttöku drengja og karla í jafnréttisumræðunni, loftslagsmál, uppræting á kynbundnu ofbeldi og mikilvægt hlutverk félagasamtaka.
First meeting on the #CSW64 Political Declaration took place today with constructive engagements.#DYK that 🇮🇸's President 1980-96, Vigdís Finnbogadóttir, addressed the opening of the 4th 🌎 Conf. on #Women in Beijing ‘95? More on her @UNESCO Amb role 👉https://t.co/wNmnfwVMjw pic.twitter.com/hL3f50WrHX
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 3, - 2020
Fyrrum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti fastanefndina í New York í byrjun mánaðar og fundaði með fastafulltrúa Kanada um málefni norðurslóða.
Active dialogue on challanges and opportunities in our region are important for the #Arctic ❄️ countries. @_Arctic_Circle is an open platform for that dialogue.
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) February 3 - 2020
👉 Did you know that Iceland holds the Chairmanship for the @ArcticCouncil for the period 2019-21? 🔗 @IcelandArctic https://t.co/sPK0rZ39SF