Hoppa yfir valmynd
12. mars 2020

Alþjóðlegi kvennadagurinn 2020: Ísland í toppsætinu á Global Gender Gap Index.

Á myndinni eru verðlaunahafar með Thomas Greminger, aðalframkvæmdastjóra ÖSE.

 

Nokkrir starfsmenn ÖSE í eftirlitssveitum fengu sérstök verðlaun fyrir að stuðla að jafnrétti á starfssvæði sínu, en á slíkum svæðum er unnið erfiðasta og mikilvægasta starf ÖSE að jafnrétti. Verðlaunin voru veitt, þegar hins alþjóðlega kvennadags var minnst á fastaráðsfundi ÖSE, fimmtudaginn 12. mars. Í ávarpi Íslands var rætt um góðan árangur, sem Íslendingar hefðu náð í jafnrétti, eins og staða Íslands í toppsætinu á Global Gender Gap Index ber vott um. Ennfremur hvað varðar  jafnlaunamál. Þrátt fyrir það væri mikið verk framundan, m. a. varðandi styrkingu á stöðu kvenna í atvinnu- og efnahagslífinu.Hvað ÖSE varðaði ætti stofnunin að styrkja framkvæmd aðgerðaáætlunar ÖSE fyrir jafnrétti (Action Plan for the Promotion of Gender Equality) og setja það í forgang að lina þjáningar kvenna á ófriðarsvæðum og berjast gegn kynbundnu ofbeldi, sbr. ályktun ráðherrafundar ÖSE 2018 varðandi ofbeldi gegn konum.

Ræða fastafulltrúa 12. mars 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta