Hoppa yfir valmynd
18. mars 2020 Utanríkisráðuneytið

COVID-19 kórónaveiran

Samkomubann hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Allar samkomur tíu manna eða fleiri eru óheimilaðar. Stjórnvöld beina þeim tilmælum til almennings að halda sér sem mest heima fyrir. Við bendum Íslendingum á að fylgjast með ráðleggingum yfirvalda á svæðinu. Fyrir Íslendinga í Washington sjá nánar: https://coronavirus.dc.gov/

Íslensk stjórnvöld ráða Íslendingum frá ferðalögum og hvetja Íslendinga á ferðalagi erlendis til að íhuga að flýta heimför. Frá og með fimmtudeginum 19. mars er öllum Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi sem koma til landsins, skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir koma. Sjá nánari upplýsingar um ferðaráð í meðfylgjandi slóð á vef stjórnarráðsins.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur aukið símsvörun og svörun skriflegra fyrirspurna allan sólarhringinn. Íslendingar í vanda erlendis geta haft samband í síma 545-0-112, í [email protected] og í gegnum Facebook utanríkisraðuneytisins. Skráning fyrir Íslendinga á ferðalagi erlendis í grunn borgaraþjónustunnar er í gegnum Stjórnarráðsvefinn www.utn.is

Sendiráð Íslands í Washington og Aðalræðisskrifstofan í New York fylgjast með þróun mála og leiðbeiningum stjórnvalda og upplýsingar uppfærðar eftir þörfum. Í ljósi aðstæðna, álags og tilmæla stjórnvalda í Bandaríkjunum er skrifstofa sendiráðsins ekki opin almenningi nema gestir tilkynni sig fyrir fram með tölvupósti. Öllum almennum erindum til sendiráðsins skal beint á netfangið [email protected] eða á Facebook og við munum hafa samband í síma eða tölvupósti.

Framlenging ESTA áritunar

Ferðamenn sem ferðast hafa á ESTA til Bandaríkjanna og komast ekki vegna ferðabannsins til síns heima áður en gildistími ESTA áritunar rennur út (involuntary overstay) geta sótt um framlengingu. Þetta á þó aðeins við um þá sem hafa lögmæta ástæðu fyrir að hafa ekki flýtt heimför s.s. sjúkrahúsvist eða aðrar slíkar ófyrirsjáanlegar aðstæður. Þeir sem ekki hafa sinnt leiðbeiningum um að flýta heimferð og lenda í vandræðum geta ekki átt von á að fá slíka fyrirgreiðslu frá hendi bandarískra stjórnvalda og geta átt í vændum hömlur/bann á endurkomu til Bandaríkjanna síðar. Beiðni um framlengingu á ESTA (Emergency Request for Extension of Satisfactory Departure date) þarf að berast rétt fyrir eða á þeim degi sem gildistími ESTA áritunar rennur út. Hafa þarf samband við USCIS (útlendingaeftirlit Bandaríkjanna) í síma +1-800-375-5283 og panta viðtalstíma til að óska eftir framlenginu. Frekari upplýsingar má finna á eftirfarandi vefsíðu: https://esta.cbp.dhs.gov/

Ferðabann vegna Covid-19

Bandarísk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að banna ferðir fólks fá Schengen-ríkjum Evrópu í 30 daga frá og með miðnætti föstudaginn 13. mars.

Flugfélögum er enn heimilt að fljúga til og frá Bandaríkjunum en takmarkanir gilda við koma til landsins fyrir farþega, aðra en bandaríska ríkisborgara, sem dvalið hafa á Schengen svæðinu. Framboð á flugi gæti haft áhrif á heimferðir Íslendinga á svæðinu. Þeir sem hafa heimild til að ferðast frá Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna verður gert að sæta sjálfskipaðri sóttkví við komu til Bandaríkjanna og fara í viðtal og mögulega læknisskoðun við komu til landsins. Nýjustu upplýsingar varðandi ferðabannið má lesa á heimasíðu bandaríska heimavarnaráðsins: www.dhs.gov

Icelandair muna fljúga eitthvað áfram til Boston. Staðan breytist hratt og við mælum með að þið fylgist vel með flugáætlun félagsins á heimasíðu Icelandair. https://www.icelandair.com/…/fyrir…/tilkynning-vegna-ferdar/

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta