Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2020

Sendiráðsstarfsemi með breyttu sniði

Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem hafa skapast vegna COVID-19 hefur starfsemi sendiráðsins verið að mestu flutt úr skrifstofu sendiráðsins og á heimili starfsmanna. Hægt er að hafa samband við sendiráðið með tölvupósti á [email protected] eða með því að hringja í +1 613 482 1944.

Um 11.500 Íslendingar erlendis hafa skráð sig á vef utanríkisráðuneytisins og starfsfólk utanríkisþjónustunnar um allan heim hefur verið önnum kafið við að ná sambandi við þetta fólk, upplýsa um flug og ferðamöguleika og hefur aðstoðað marga við að komast heim. Nokkur fjöldi Íslendinga skráðu sig í Kanada og sendiráðið hefur verið í samskiptum við þá, auk þess sem sendiráðinu var falið að annast borgaraþjónustu við Íslendinga í Suður Ameríku.

Þeir Íslendingar í Kanada sem hyggja á heimferð geta enn flogið frá Montral og Toronto til Boston og frá Montreal, Toronto og Vancouver til London. Icelandair mun fljúga áfram til London og Boston a.m.k. til 15 apríl. Óvíst er hvað gerist eftir það. Icelandair hefur gefið út að reynt verði að fljúga frá Boston 4., 7., 8., 9., 11. og 15. apríl. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins getur veitt nánari upplýsingar um flug. Hægt er að hafa samband í síma +354 545 0112 og með tölvupósti á [email protected].

Sendiráðið hvetur alla Íslendinga til að fara varlega, hlýta tilmælum og fyrirmælum stjórnvalda og hafa samband við okkur eða borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef nauðsyn krefur.

Hér að neðan má sjá Facebook-færslu Péturs Ásgeirssonar sendiherra:

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta