ODIHR staðið undir nafni í þágu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu.
Skrifstofa ÖSE fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi (ODIHR) hefur staðið undir nafni í baráttu fyrir lýðræði og mannréttindum, sem þrengt hefur verið að vegna COVID-19 ástandsins, sagði Guðni Bragason fastafulltrúi í Vín í umræðum á fjarfundi fastaráðs ÖSE 14. maí 2020 um skýrslu yfirmanns ODIHR, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um starf skrifstofunnar 2019. Fastafulltrúinn lagði áherslu á kosningaeftirlit ODIHR og starf í þágu verjenda mannréttinda og jafnréttis, auk þess að berjast á móti öfgastefnum. Minntist hann á mikilvægi hinnar árlegu mannréttindaráðstefnu ODIHR, sem er hin stærsta sinnar tegundar í Evrópu, og býður upp á mikilvægan samráðsvettvang stjórnvalda og borgarasamtaka.