Hoppa yfir valmynd
14. maí 2020

ODIHR staðið undir nafni í þágu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu.

Skrifstofa ÖSE fyrir lýðræðislegar stofnanir og mannréttindi (ODIHR) hefur staðið undir nafni í baráttu fyrir lýðræði og mannréttindum, sem þrengt hefur verið að vegna COVID-19 ástandsins, sagði Guðni Bragason fastafulltrúi í Vín í umræðum á fjarfundi fastaráðs ÖSE 14. maí 2020 um skýrslu yfirmanns ODIHR, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, um starf skrifstofunnar 2019. Fastafulltrúinn lagði áherslu á kosningaeftirlit  ODIHR og starf í þágu verjenda mannréttinda og jafnréttis, auk þess að berjast á móti öfgastefnum. Minntist hann á mikilvægi hinnar árlegu mannréttindaráðstefnu ODIHR, sem er hin stærsta sinnar tegundar í Evrópu, og býður upp á mikilvægan samráðsvettvang stjórnvalda og borgarasamtaka.

Ársskýrsla ODIHR 2019

Ræða fastafulltrúa Íslands, 14. maí 2020

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta