Hoppa yfir valmynd
19. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020

Sendiráðið vekur athygli á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 hefst 25. maí. Tekið er á móti kjósendum í sendiráðinu alla virka daga á milli kl. 9:00-16:00 fram til 26. júní. Kjósendur eru hvattir til að vera tímalega á kjörstað í ár, þar sem að kjósendur þurfa eftir sem áður sjálfir að koma sínum atkvæðum á kjörstað á Íslandi og póstsendingar gætu tekið lengri tíma en vant er.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini. Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á smiti vegna Covid-19 faraldursins. Kjósendum verður hleypt inn í sendiráð í minni hópum og því gætu raðir myndast utandyra.

Þeir sem vilja kjósa á ræðisskrifstofum er vinsamlega bent á að hafa samband við ræðismenn til að panta tíma.

Ef kjósendur eru efins um hvort þeir séu skráðir á kjörskrá á Íslandi, þá má ganga úr skugga um það í gegn um Þjóðskrá Íslands, en einnig má lesa um reglur um kosningarétt á heimasíðu þeirra: https://skra.is/…/eg-i-thjodskra/kjorskra-og-kosningarettur/

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta