Hoppa yfir valmynd
25. maí 2020

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020

Sendiráðið vekur athygli á að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 hefst 25. maí. 

Í ljósi aðstæðna tengdum Covid-19 faraldrinum, eru kjósendur vinsamlegast beðnir um að panta tíma áður en þeir koma á kjörstað, með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eða í síma 01 44 17 32 85.   Að jafnaði verður hægt að kjósa í sendiráði Íslands í París, 52, avenue Victor Hugo, 75116 Paris, alla virka daga frá 10-13.  

Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar samkvæmt samkomulagi hjá kjörræðismönnumHafa ber í huga að útgöngubann og aðstæður sem hafa skapast vegna kórónaveirufaraldurs geta haft áhrif á hvort að hægt verði að kjósa hjá kjörræðismönnum.

Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini. 

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis skemur en 8 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Þjóðskrár:  https://skra.is/thjonusta/einstaklingar/eg-i-thjodskra/kjorskra-og-kosningarettur/

Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði.  Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar er að finna á vefnum  www.kosning.is.

Athygli kjósenda er vakin á því, að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi.  Kjósendur eru því hvattir til að vera tímanlega á kjörstað í ár, þar sem póstsendingar gætu tekið lengri tíma en vant er.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta