Hoppa yfir valmynd
1. júní 2020

Fundað með tengiliðum innan lykilstofnanna í Washington

Bandaríska þinghúsið í Washington DC - myndKevin McCoy, CC BY-SA 2.0

Þrátt fyrir gjörbreytt starfsumhverfi vegna faraldursins er enn sem fyrr mikilvægur þáttur í störfum sendiráðs Íslands í Washington að viðhalda góðum tengslum við tengiliði innan hinna ýmsu lykilstofnanna í Washington og vinna í samstarfi við þá að áherslumálum í tvíhliða samstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Reglulega er fundað með tengiliðum í utanríkisráðuneytinu, viðskiptaráðuneytinu, Hvíta húsinu og varnamálaráðuneytinu svo nokkuð sé nefnt.

COVID-19 hefur vissulega sett strik í reikninginn en fundir fara nú fram í gegnum fjarfundabúnað. Í liðinni viku funduðu Bergdís Ellertsdóttir sendiherra og Una Jóhannsdóttir sendiráðunautur með aðstoðarráðherra fyrir viðskipta- og efnahagsmál í utanríkisráðuneytinu, Manishu Singh, ásamt starfmanni úr deild hennar, um afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins á efnhagsmál í heiminum og um næstu skref í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna á sviði efnahagsmála. Er nú unnið er að undirbúning annars árlegs efnahagssamráðs Íslands og Bandaríkjanna en það fyrsta fór fram í Reykjavík 6. júní á síðasta ári. Þá er áhersla á efnhagslega valdeflingu kvenna í þessu samstarfi og standa vonir til að standa að sameiginlegum viðburði um konur í fyrirtækjarekstri í skugga heimsfaraldurs. 

Hreinn Pálsson, staðgengill sendiherra og varnamálafulltrúi, fundaði ásamt fulltrúum sendiráða Norðurlandanna í Washington með fulltrúa þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins m.a. um málefni norðurslóða og önnur sameiginleg hagsmunamál Bandaríkjanna og Norðurlanda.

Þá endaði vikan á fundi með tengiliðum okkar í utanríkisráðuneytinu sem vinna að málefnum tengdum tvíhliða sambandi ríkjanna á flestum sviðum og öryggis á norðurslóðum. Þar leiddu fundinn yfirmaður Evrópudeildar utanríkisráðuneytisins (Deputy Assistant Secretary) Mike Murphy og sendiherra Íslands. 

Rætt var um þá heimsmynd sem við blasir nú vegna COVID-19, öryggis-og varnarmál, opnun landamæra, samskipti ríkjanna við Kína og fleira. 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta