Unnur Orradóttir Ramette nýr fastafulltrúi Íslands gagnvart OECD
37 ríki eru aðilar að OECD en stofnunin styður við stefnumörkun aðildarþjóða á fjölbreyttum sviðum með samræmdum hætti til að stuðla að almennri efnahagsþróun. Hátt í 200 sérfræðingar íslenskrar stjórnsýslu taka virkan þátt í starfi stofnunarinnar á hverju ári og ráðherrar frá aðildarríkjum bera reglulega saman bækur sínar.