Fastafulltrúi Íslands kemur að vali á nýjum framkvæmdastjóra Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) í Genf, er einn þriggja fastafulltrúa sem munu miðla málum við val á nýjum framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Staðan varð laus eftir að Roberto Azevedo sitjandi framkvæmdastjóri sagði starfinu óvænt lausu á vordögum með óskum um að láta af störfum 31. ágúst. Frestur til að tilnefna í stöðuna rann út í gær og valið stendur um umsækjendur, sem hver um sig er fulltrúi þjóðar sinnar. Er fastafulltrúunum þremur gert að ná samkomulagi um einn umsækjanda.
Valið stendur um þrjár konur:
Dr. Ngozi Okonjo-Iweala hagfræðingur og rithöfundur frá Nígeríu
Yoo Myung-hee viðskiptaráðherra frá Suður-Kóreu
Dr. Amina X. Mohamed lögfræðingur og fyrrverandi utanríkisviðskiptaráðherra frá Kenýa
og fimm karla:
Dr. Jesus Seade Kuri sendiherra frá Mexíkó
Abdel Hamid Mamdouh þjóðréttarfræðingur frá Egyptalandi
Tudor Ulianovsch sendiherra og fyrrverandi utanríkisráðherra frá Moldóvu
Mohamed Maziad Al- Tuwaijri efnahagsráðherra Sádí Arabíu
Dr Liam Fox þingmaður og fyrrum utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands