Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2020

Svíþjóð kynnir formennskuáherslur fyrir 2021.

Ísland fagnaði áherslum í ÖSE-formennsku Svíþjóðar 2021, sem Robert Rydberg varautanríkisráðherra kynnti á fastaráðsfundi 16. júlí 2020, og nefndi Guðni Bragason fastafulltrúi sérstaklega áhersluna á verkefna innan þriggja vídda stofnunarinnar í samræmi við hina heildstæðu öryggishugmynd stofnunarinar. Nefndi hann einnig áhersluna á starf hinna þriggja sjálfstæðu skrifstofa ÖSE (ODIHR, RFoM og HCNM) og eftirlitssveita á vettvangi.

Fastafulltrúinn fagnaði einnig áherslunni á traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu (CSBMs), viðræður um takmörkun vígbúnaðar, endurbætur á Vínarskjalinu og fókus á ógnir yfir landamæri og netógnir.

Ræða fastafulltrúa, 16. júlí 2020.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta