Svíþjóð kynnir formennskuáherslur fyrir 2021.
Ísland fagnaði áherslum í ÖSE-formennsku Svíþjóðar 2021, sem Robert Rydberg varautanríkisráðherra kynnti á fastaráðsfundi 16. júlí 2020, og nefndi Guðni Bragason fastafulltrúi sérstaklega áhersluna á verkefna innan þriggja vídda stofnunarinnar í samræmi við hina heildstæðu öryggishugmynd stofnunarinar. Nefndi hann einnig áhersluna á starf hinna þriggja sjálfstæðu skrifstofa ÖSE (ODIHR, RFoM og HCNM) og eftirlitssveita á vettvangi.
Fastafulltrúinn fagnaði einnig áherslunni á traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu (CSBMs), viðræður um takmörkun vígbúnaðar, endurbætur á Vínarskjalinu og fókus á ógnir yfir landamæri og netógnir.