Ísland hvetur við viðræðna um málefni Hvíta-Rússlands.
Á sérstökum fastaráðsfundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) 28. ágúst í Vínarborg var skipst á skoðunum um málefni í Hvíta-Rússlandi. Fastafulltrúi Íslands, Guðni Bragason, ítrekaði afstöðu stjórnvalda til málefna í Hvíta-Rússlandi, og sagði Ísland styðja viðleitni formennskuríkis ÖSE, Albaníu, til að koma á viðræðum við stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi. Íslensk stjórnvöld skoruðu á Hvíta-Rússland að standa við skuldbindingar um málfrelsi, samkomufrelsi, frelsi fjölmiðla, vernd borgarasamtaka og taka þátt í viðræðum, og láta fanga lausa. Í umræðum kom fram sú skoðun, að ÖSE væri heppilegasti fjölþjóðlegi vettvangurinn, til að lægja öldur í landinu og ná árangri í sáttaumleitunum, en þar koma saman til skoðanaskipta fulltrúar ríkja, sem láta sig málið varða. Öll aðildarríki ÖSE, þar á meðal Hvíta-Rússland, hafa undirgengist skuldbindingar um að virða lýðræði, frjálsar kosningar og mannréttindi.