Sjálfbærar norrænar borgir kynntar í Kína
William Freyr Huntingdon-Williams, staðgengill sendiherra, og Pétur Yang, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, sóttu ZGC FORUM 2020, í dag en um er að ræða viðskipta- og tæknisýningu sem haldin er árlega í Peking.
Á ráðstefnunni kynntu fulltrúar sendiráðsins verkefnið „Sjálfbærar norrænar borgir“ (e, Nordic Sustainable Cities)sem er samstarfsverkefni allra sendiráða Norðurlandanna í Kína.
Verkefnið gengur út á að kynna sjálfbærar lausnir á Norðurlöndunum í borgarskipulagi, -hönnun og -stjórnsýslu, sem nýta má í Kína en þannig er um bæði um viðskipta- og orðsporsverkefni að ræða.
Við þetta tækifæri tilkynntu fulltrúar Norðurlandanna og fulltrúar Dongcheng og Peking-borgar um stofnun Sino-Nordic Innovation Hub, sem mun verða samráðsvettvangur um ýmis verkefni og samstarf sem koma til vegna verkefnisins um sjálfbærar norrænar borgir.