Hoppa yfir valmynd
23. september 2020

Málþing um samkeppnishæfni og umhverfi

Gunnar Snorri Gunnarsson, fyrir miðju, og Pétur Yang, lengst til vinstri. - mynd

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, og Pétur Yang, viðskiptafulltrúi sendiráðsins, sóttu málþing um samkeppnishæfni og umhverfimál í borgarhéraðinu Hulunbuir í norðurhluta Innri-Mongólíu.

Gunnar Snorri flutti ávarp og minnti í því á mikilvægi þess að hlúa að náttúrunni og sjálfbærni, enda væru slíkar aðgerðir undirstaða þess að áframhaldandi nýting náttúruauðlinda geti átt sér stað. Í ávarpinu minnti sendiherrann einnig á þá reynslu og þekkingu sem Íslendingar hafa aflað sér við nýtingu náttúruauðlinda og mikilvægi slíkrar nýtingar fyrir efnahag og velferð þjóðarinnar.

Að málþinginu loknu átti sendiherrann fund með viðskiptaráði héraðsins en íslenskir aðilar hafa átt í viðskiptum í Hulunbuir um nokkurt skeið. Íslenska fyrirtækið Marel hefur t.am. útbúið kjötvinnsluaðstöðu þar á nokkrum stöðum, auk þess sem íslensk fyrirtæki hafa komið að rannsóknum á nýtingu jarðhita í héraðinu.

Þá nýtti sendiherrann einnig tækifærið og heimsótti bændur og fyrirtæki á sviði landbúnaðar frá Hulunbuir .

  • Sendiherrann nýtti tækifærið og heimsótti bændur og fyrirtæki á sviði landbúnaðar frá Hulunbuir . - mynd

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta