Sendiherra Íslands, Hannes Heimisson, á fundi með Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, bauð Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, velkominn til starfa á fundi í utanríkisráðuneyti Svíþjóðar í dag. Á fundinum ræddu þau meðal annars margvísleg og náin tengsl Íslands og Svíþjóðar og fjölbreytt samstarfsverkefni.
Framundan er Norðurlandaráðsþing undir formennsku Íslands sem að þessu sinni fer fram rafrænt og Ísland er jafnframt formennskuríki Norðurskautsráðsins. Svíar hafa nýverið lagt fram nýja stefnu í málefnum norðurslóða sem rædd verður á þinginu á næstu vikum. Utanríkisráðherra Svíþjóðar upplýsti einnig um komandi formennsku Svíþjóðar í ÖSE á næsta ári og ýmis krefjandi verkefni nýs formennskuríkis.