Ísland og starf sendiráðsins til umfjöllunar í kínverskum sjónvarpsþætti
Í lok síðustu viku tók Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, og Kristín Aranka Þorsteinsdóttir, sendiráðsfulltrúi, þátt í sjónvarpsþætti um Ísland og starf sendiráðsins í Kína hjá Hainan TV, sjónvarpsstöð syðsta héraðs Kína. Þátturinn er í röð útsendinga þar sem sendiherrum er boðið að kynna land sitt.
Jarðhiti, landslag, lambakjöt, lopapeysur og skyr vöktu verðskuldaða athygli. Auk þess sem íslensk bleikja, grálúða og rækjur sem þátttakendur gæddu sér á féll í góðan jarðveg.
Hér að neðan má sjá myndir frá útsendingunn.