Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2020

Fundur með PRIC

Hópmynd með fulltrúum PRIC, CCA og mennta- og vísindamálaráðuneyti Kína, fyrir framan höfuðstöðvar PRIC. - mynd

Fulltrúar Íslands funduðu í gær með forstöðumanni og fyrirsvarsmönnum PRIC (e. Polar Research Insitute of China) í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Shanghai en fundurinn fór fram samhliða þátttöku starfsfólks sendiráðs Íslands á hinni árlegu innflutningskaupstefnu CIIE (China International Import Expo) sem haldin er dagana 4. til 9. nóvember. Á fundinum voru einnig fulltrúar CCA (e. Chinese Arctic and Antarctic Administration) og fulltrúar mennta- og vísindamálaráðuneytis Kína.

PRIC á í samstarfi við íslenskar stofnanir á sviði norðurslóðarannsókna og er Rannsóknarstöðin CHIAO (China-Iceland Arctic Observatory) á Kárhóli í Þingeyjarsveit rekin í samstarfi við PRIC. RANNÍS leiðir samstarfið fyrir Íslands hönd en PRIC samstarf kínversku aðilanna.

Á fundinum var rætt um samstarf Íslands og Kína á sviði norðurslóðarannsókna og þá sérstaklega samstarfið um rekstur rannsóknarstöðvarinnar á Kárhóli. Þá tiltók Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, sérstaklega að aukinn áhugi á norðurslóðamálum ýtti óneitanlega undir áhuga Íslands á umgjörð, aðkomu og þeim tækfærum sem rannsóknarstöðin á Kárhóli biði upp á sem miðstöð í slíkum málum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta