Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2020

Alþjóðadagur í þágu útrýmingar ofbeldis gagnvart konum

Fjölþjóðastofnanir í Vínarborg minnast alþjóðadags í þágu útrýmingar ofbeldis gagnvart konum. Í umræðum í fastaráði ÖSE af þessu tilefni í dag, flutti Guðni Bragason fastafulltrúi ávarp fyrir hönd níu ríkja, Bretlands, Kanada, Georgíu, Liechtenstein, Mongólíu, Noregs, Sviss og Úkraínu, auk Íslands. 

Vakti fastafulltrúi m. a. athygli á heimilisofbeldi og sagði, að hvers konar ofbeldi gagnvart stúlkum og konum hefði aukist vegna COVID-19 ástandsins. Alþjóðadagurinn minnti á eyðileggjandi líkamlegar, sálfræðilegar og félagslegar afleiðingar kynbundins ofbeldis. Ofbeldi gagnvart konum og stúlkum tæki á sig ýmsar myndir, m. a. kynferðisofbeldis, mansals, heimilisofbeldis og áreitis, og væru sumir hópar kvenna viðkvæmari en aðrir, svo sem frumbyggjar, heimilislausar og fatlaðar konur.

Sameiginleg yfirlýsing flutt af Guðna Bragasyni fastafulltrúa

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta