Opinber heimsókn til Guangzhou
Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, fór í opinbera kynnis- og menningarferð til Guangdong-héraðs ásamt öðrum erlendum sendiherrum dagana 19. til 23. nóvember.
Sendiherrarnir heimsóttu borgina Shantou og síðan var förinni heitið til borgarinnar Guangzhou sem er höfuðborg samnefnds héraðs og þriðja stærsta borg Kína en borgin stendur skammt frá mynni Perluár.
Guangzhou-hérað er m.a. þekkt fyrir te-framleiðslu og var fyrirtæki í þeim geira heimsótt, en einnig verksmiðja sem m.a. hefur framleitt hlífðarbúnað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Þá var fundað með ráðamönnum héraðsins og ýmis málefni rædd, m.a. viðskiptatækfæri, umhverfismál og sjálfbærni. Þá var kínversk menning í hávegum höfð, söfn og sögufrægir staðir heimsóttir.
Sendiherrann þátt í opinberri athöfn til að marka heimsókn erlendu sendiherranna til Guangdong-héraðs með því að gróðursetja te-runna.