Hoppa yfir valmynd
4. desember 2020

Aukaþing vegna heimsfaraldursins hjá Sameinuðu þjóðunum í New York

Aukaþing leiðtoga aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um COVID-19 heimsfaraldurinn er nú haldið í New York dagana 3.-4. desember. Tilgangur aukaþingsins er að sameina leiðtoga heims í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum. Ávarpa leiðtogar þingið á skjá, en fastanefndir sinna störfum í sal allsherjarþingsins.
Forseti allsherjarþingsins og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna slógu tóninn í upphafi og fóru yfir geigvænlegar afleiðingar heimsfaraldursins. Faraldurinn hefði opinberað og hert á veikleikum sem fyrir voru og sem fyrr væru það fátækari ríki, konur, börn og minnihlutahópar sem yrðu verst úti. Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna hefðu verið með margvíslegum hætti - allt frá ákalli um vopnahlé á heimsvísu til aðstoðar á vettvangi í fjölda aðildarríkja.
Í máli forystumanna SÞ var lögð rík áhersla á að ríki heims hefðu jafnt aðgengi að bóluefni og að fylgt yrði heimsmarkmiðunum í enduruppbyggingu samfélaga með sjálfbærari hætti. Einnig hefði reynslan undanliðna mánuði glögglega sýnt fram á vægi alþjóðlegrar samvinnu í baráttu við ógn sem engin landamæri virti. Hefðu Sameinuðu þjóðirnar þar lykilhlutverki að gegna.
Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, flutti ræðu fyrir Íslands hönd og lagði meðal annars áherslu á jafnrétti og hlut kvenna í faraldrinum, sem og mikilvægi jafns aðgengis að bóluefni og nauðsyn þess að byggja upp betur og grænna.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta