Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2021

Sendiherra Íslands gagnvart Kúbu afhendir trúnaðarbréf

Fastafulltrúi afhendir trúnaðarbréf gagnvart Kúbu - mynd

Jörundur Valtýsson afhenti í dag trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Kúbu með aðsetur í New York. Athöfnin fór fram í fastanefnd Kúbu gagnvart Sameinuðu þjóðunum og var í formi rafræns fundar með forseta Kúbu, Miguel Díaz-Canel Bermúdez.

Á fundinum voru rædd tvíhliða samskipti Íslands og Kúbu, m.a. á sviðum flugmála og ferðaþjónustu á tímum heimsfaraldurs og samstarf í sjávarútvegi og sjálfbærri auðlindanýtingu. Einnig voru málefni á vettvangi Sameinuðu þjóðanna reifuð, þ.m.t. auðlinda- og loftslagsmál og mannréttindi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta