Hoppa yfir valmynd
19. janúar 2021

Framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs kvödd með málþingi

Fimmtudaginn 21. janúar n.k. verður haldið rafrænt málþing í tilefni þess að Britt Bohlin lætur af störfum sem framkvæmdarstjóri Norðurlandaráðs. Málþingið er skipulagt af Norðurlandaráði, Norræna menningarsjóðnum og sendiráði Svíþjóðar í Kaupmannahöfn.

Á málþinginu mun Mary Gestrin yfirmaður samskipta hjá Norðurlandaráði ræða við Britt Bohlin um stjórnmálastörf hennar og norrænt samstarf. Bertel Haarder, þingmaður og forseti Norðurlandaráðs og Paula Lethomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, munu halda pallborðsumræður við norrænu sendiherrana í Kaupmannahöfn og sendiherra Danmerkur í Svíþjóð um norrænt samstarf í dag og í framtíðinni. Ulrica Schenström, forstjóri sænsku hugveitunnar Fores og fyrrverandi utanríkisráðherra mun leiða samtalið.

Málþinginu verður streymt frá Facebook sænska sendiráðsins í Kaupmannahöfn frá kl 16:30 til 18:00.

https://www.facebook.com/events/234393964738216/

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta