Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2021

Skorað á stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi

Pekkka Haavisto, utanríkisráðherra Finnland flutti ræðuna fyrir hönd Norðurlanda - mynd

Norðurlöndin töluðu í dag fyrir mikilvægi þess að standa vörð um tjáningarfrelsi og frjálsa fjölmiðlun í Hvíta-Rússlandi á fundi sem haldinn var í tengslum við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Eistland skipulagði fundinn í samstarfi við ríki innan og utan öryggisráðsins þar með talið Ísland. Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands flutti ræðu Norðurlandanna þar sem skorað var á stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi að láta af ofsóknum gegn fjölmiðlum og leysa umsvifalaust úr haldi blaðamenn sem hafa verið hnepptir í varðhald í kjölfar forsetakosninganna á síðasta ári.

Hægt er að nálgast ræðuna og upptökur af fundinum hér:

https://bit.ly/3p4IMBU 

https://www.youtube.com/watch?v=WGwv6MWAJjE&feature=youtu.be

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta